Ferill 981. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1444  —  981. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vinnudeilusjóð Samtaka atvinnulífsins.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða ríkisaðilar, þ.e. aðilar í A1-, A2- og A3-hluta auk annarra opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem eru að meiri hluta í eigu ríkissjóðs, eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þess?
     2.      Greiða einhverjir þeirra iðgjald til vinnudeilusjóðs Samtaka atvinnulífsins? Sé svo er þess óskað að fram komi upplýsingar um árleg iðgjöld frá árinu 2019.
     3.      Hvaða stefna hefur verið tekin um þátttöku ríkisaðila í A1-, A2- og A3-hluta í starfi Samtaka atvinnulífsins? Er kveðið á um slíka þátttöku í eigendastefnu opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem eru að meiri hluta í eigu ríkissjóðs?
     4.      Hvaða opinberu hlutafélög og fyrirtæki sem eru að meiri hluta í eigu ríkissjóðs hafa falið öðrum aðilum að fara með samningsumboð fyrir sína hönd í kjarasamningum? Þess er óskað að fram komi um hvaða aðila er að ræða í þeim tilvikum.


Skriflegt svar óskast.